Námskeiðsskráning

Hér erum við með frekar litla bekki hámark 4 nemendur í grunninum og því um að gera að skrá sig ef þú vilt vera með í næsta námskeiði.

Dáleiðsla

Hér er farið í grunninn í dáleiðslunni. Hér lærir nemandi tæknina og listina að dáleiða og einnig helstu meðferðir sem notast er við í dáleiðslunni í dag. Hér er farið í aðferðir eins og Parts therapy, sem er sú aðferð sem er mest notuð í heiminum í dag í dáleiðslunni, ásamt því að við förum í regression aðferðina sem er nauðsynleg að kunna ef beita á dáleiðslu sem meðferðarform. Ásamt því að við kennum nemendum meðferðirnar frá A til Ö. 

Við erum með öll gögn bæði á íslensku og ensku.

Að námskeiði loknu eiga nemendur að vera færir um að bjóða uppá dáleiðslumeðferðir og hafa sjálfstraust og þekkingu til að taka á því sem upp kemur í dáleiðslunum. 

Tímar 60 klukkustundir
verð:450.000
Öll gögn eru innifalin í gjaldinu ásamt léttum veitingum á námskeiðsdögum.

 Við komum til með að hitta alla nemendur í einkatíma á milli námskeiðshluta í 2 klukkustundir þar sem við förum yfir bæði áhugasvið og hvar þátttakandanum langar að nýta þessa tækni og hjálpum þér af stað. 

Eftirfylgni er 1 ár að námi loknu og þátttakendur velja þá aðferð í eftirfylgni sem þeir kjósa. 

Næsta námskeið er helgarnar 9, 10, 11 ágúst og seinni helgin er 23, 24, 25 ágúst 2024