Hvað er dáleiðsla?

Hvað er dáleiðsla?

Dáleiðsla er nátturulegt ástand sem við förum í marg oft á dag án þess kannski að kalla það dáleiðslu. Dáleiðsla er í raun mjög djúp slökun og í þessari djúpu slökun getum við farið og lagað til í undirmeðvitundinni hvort sem það er til að breyta einhverjum vana sem við erum að glíma við eða til að leysa úr læðingi einhvern innri kraft sem við viljum ná í innra með okkur. Dáleiðsla er í raun lykillinn að minningarbankanum okkar og sumt er aðgengilegt okkur og annað ekki og það er undirmeðvitundin okkar sem stjórnar því.

Það að kunna dáleiðslu og geta nýtt hana jafnvel í eigin þágu er ótrúleg tækni sem gerir það að verkum að það er ekki mikið sem getur staðið í vegi fyrir að við náum árangri í því sem við viljum gera. Það hefur nú oft verið sett fram að hugurinn okkar sé eins og ísjakinn að við sjáum 10% og 90% sjáum við ekki, og að undirmeðvitundinn sé í raun þessi 90%. Ef við spáum aðeins í því þá sjáum við að með því að virkja einhvern hluta af þessum 90% þá getum við gert ótrúlega hluti.

 

hvað er það sem heldur okkur föstum?

Þegar við náum að einblína á nýja nálgun á viðfangsefni okkar þá getum við séð að það er oftast við sjálf sem erum að halda okkur aftur en ekki neinn annar. Með dáleiðslu náum við að losa þessar hindranir sem standa í vegi okkar að ná árangri.

 

Flestar breytingar byrja sem hugmynd

og eftir að hugmyndin er orðin að markmiði getur dáleiðsla hjálpað að komast hraðar að endamarkmiði.

í Dáleiðslu er hægt að nota hugann til að skoða markmið okkar frá mörgum sjónarhornum og geta séð mismunandi möguleika að settu marki.