Parts Therapy /þáttameðferð

Þáttameðferð er ein af mest þekktu aðferðunum innan dáleiðslunnar og er ein af grunn aðferðunum sem notaðar eru. 

Hér skiptir miklu máli að útskýra vel í hverju þessi meðferð felst og einnig að útskýra hana á þann máta að þetta sé eðlilegt og sé einnig til að hægt sé að fara beint að þeim hluta í undirmeðvitundinni sem verið er að vinna með. Hér er að það séu þættir í undirmeðvitundinni og hver þáttur heldur utan um ákveðið hlutverk fyrir einstaklinginn. 

Hér er hægt að tala um einn þátt sem heldur utan um hverju maður klæðist, annar sem heldur utan um það sem manni finnst gott að borða o.þ.h. og að það séu líka eins þættir sem halda utan um það sem skjólstæðingur vill breyta eða bæta í eigin fari/ hegðun/líðan.

Þáttameðferð snýrst í rauninni um að fá þann þátt sem heldur utan um vandann til að koma fram og ræða við dáleiðararann og miðla upplýsingum bæði um hlutverk sitt og jafnvel hvenær hann (þátturinn) varð til. Þá er þátturinn spurður hvort að hann vissi af því að það væri annar þáttur sem vildi fá fram breytingar. Og hér er bæði notast við að skjólstæðingur tali og einnig að hann notar fingramálið.

Þáttameðferð er sú aðferð sem er oftast notuð í dáleiðslumeðferðum og er litið svo á að hér sé um innri átök á milli tveggja póla, þess að halda í óbreitt ástand og þess að vilja ná fram breytingum, okkar hlutverk sem dáleiðara er að ná fram þessum breytingum en á sama tíma að taka allt það jákvæða út úr vandamála þættinum og færa það yfir í breytinga þáttinn. Dæmi: maður sem vill hætta reykja, hann vill hætta reykja og setja heilsuna í fyrsta sæti, hann reykir samt af því að þá getur hann tekið sér smá pásu til að melta t.d. upplýsingar í vinnunni eða að þeir sem reykja eru svo skemmtilegir, þið eigið eftir að fá fullt af allskonar útgáfum afhverju fólk reykir. Hér hjá þessum þá tökum við
pásurnar og skemmtileg heitin út úr reykingarþættinum og færum yfir í reyklausaþáttinn. Hér er eina sem eftir verður í reykingarþættinum bara
eitthvað sem er ekki ávinningur fyrir skjólstæðing og því auðveldara að hætta  og snúa sér að skemmtilegri hlutum. 

Við komum aldrei með hryllingssögur eða hryllingsmyndlíkingar í dáleiðslu heldur tölum alltaf út frá hagnaðardrifinni nálgun. Ástæða þess að þið farið út í hagnaðardrifna nálgun í stað forðunar er að forðun virðist bara halda í takmarkaðan tima á meðan hagnaðardrifin nálgun
gefur betri niðurstöðu til framtíðar. Það er oft notast við myndlíkingu um að maður sé ekki endalaust til í að hlaupa undan einhverju og á endanum gefst maður upp á meðan að maður gefst ekki upp á markmiði eða draumum á meðan þeir eru eitthvað sem er í mannlegum mætti að öðlast.

Það eru nokkur skref í þáttameðferðinni sem verður að fara í og hér skiptir líka miklu máli að passa orðin sín þegar verið er að dáleiða.

Skrefin 11 sem þarf að fara í er að við byrjum alltaf að kalla fram vandamálaþáttinn, þetta er gert til að vera ekki búin að fæla þáttinn frá því
að koma fram. Hér byrjum við á að hrósa þættinum fyrir það öfluga starf sem hann er búinn að vinna og spyrjum hann nánar út í hlutverk sitt og hvaða hagnaði hann er að skila fyrir viðkomandi. Við getum spurt hvað hann vill að við köllum sig og hvort að hann beri eitthvert nafn, og ef við fáum nafn þá notum við það nafn þegar við ávörpum þáttinn. Hér bíð ég alltaf þættinum sem er verið að leggja niður 2 kosti, hann getur valið að setjast í helgan stein eða fá nýtt hlutverk þar sem hann getur verið áfram öflugur en samt á allt öðrum stað og að sinna allt öðru hlutverki. Stundum kjósa þættirnir nýtt hlutverk og stundum að setjast í helgan stein en hér getur þú jafnvel verið búinn að spyrja áður en dáleiðslan er hvort skjólstæðingur kjósi frekar að þátturinn fari eða veri.

það að henda þáttum er ekki alltaf rétta lausnin en stundum er hún óhjákvæmileg en ég sjálf hendi aldrei þáttum i fyrsta tíma heldur gef þeim tækifæri á að endurlæra nýja siði og byggja upp skjólstæðinginn eins og mér finnst dásamlegt að færa reykingarþáttinn úr reykingum og yfir í sjálfstraust að viðkomandi geti staðið með sér í þeim verkefnum sem lífið hendir í hann/ hana.

Það eru óteljandi útfærslur á parts therapy en allar eru þær byggðar á þessum sama grunni, EGO state therapy er dæmi um parts, bara til að nefna eina aðra nálgun.

Hér þarf að passa að orða spurningar þannig að svarmöguleiki sé bæði opinn og líka að hægt sé að svara spurningunni já og nei. Við notum bara eðlilega samræðutækni við þættina en pössum okkur á að tala við hann eins og þátturinn hafi ekki fengið skilaboðin um að breytinga sé óskað, og við gagnrýnum aldrei þætti eða setjum út á þá.

Að nálgast parts therapy út frá því hvaða hagnaður er á þessum breytingum hjálpar mjög mikið að umskipti fara fram þetta er vegna þess að
undirmeðvitundin er alltaf að vinna þannig að það sé í okkar þágu. Ef þið munið eftir leik sem var vinsæll einu sinni í barnaafmælum þar sem var hvíslað orði í eyra og það átti að fara allan hringinn og sá sem  var síðastur átti að segja orðið upphátt þá rataði orðið nánast aldrei allan hringinn og afbakaðist á leiðinni. Þetta er eins með undirmeðvitundina, skilaboð geta borist brengluð og afbökuð til undirmeðvitundarinnar og þvi er best að ganga út frá því að skilaboðin hafi ekki borist.