Meðferðir sem boðið er uppá

Hægt er í dáleiðslu að ná betri svefni og meiri gæðum á svefninum. Hér hafa skjólstæðingar okkar fengið góða bót á sínum vanda. 
Mælt er með að fólk komi í 2 -3 tíma. 

Að hætta reykja með astoð dáleiðslunnar er að skila mjög góðum árangri. Hér hittum við fólk lágmark 3 sinnum yfir 28 daga tímabil. Flestir hætta í fyrsta tíma en sumir velja aðra leið og trappa sig niður en eru að reykja kannski í tíma 2 en eru svo hættir. 

Það er hægt að losan við allar þessar hræðslur í dáleiðslu. Við hittum fólk hér 1 sinni til 2 sinnum og er hver tími hér 1,5 klukkustund. 
Ingibjörg (yngri) hefur lagt mikla áherslu á flughræðsludáleiðsluna með mjög góðum árangri.

Markmið fólks geta verið allskonar og hvort sem það er að grennast, þyngjast eða hreyfa sig meira þá getur dáleiðsla svo sannarlega hjálpað til við að ná þeim árangri. 
Hér fer tímafjöldi eftir því hvað er verið að stefna á og því um að gera að hafa bara samband við okkur og við finnum lausn og höfum svörin fyrir þig.

Það er oft að fólk er hrætt við að standa fyrir framan aðra og dáleiðsla getur hjálpað með að þora og finna að það er ekkert að óttast að tala fyrir framan aðra. Hér myndum við hitta fólk 1-2 sinnum.

Listinn yfir það sem dáleiðslan getur hjálpað við er ekki tæmandi og því er um að gera að hafa samband við okkur og einfaldlega spyrja hvort að við getum hjálpað. 

Nei dáleiðsla er ekki hættuleg. Þetta er djúp slökun þar sem þú ert við stjórn allan tímann og heyrir allt sem fer fram. Það er líka svo að það er ekki hægt að láta þig gera eitthvað í dáleiðslu sem þú vilt ekki gera.

Þó svo að það sé margt sem hægt er að gera í dáleiðslu þá eru hlutir sem ekki er hægt að gera.
Láta vaxa nýja útlimi, hækka fólk í sentimetrum, eða það sem er líkamlegt, laga krabbamein eða beinbrot það er ekki hægt.
Dáleiðsla er að vinna með það sem er huglægt og getur virkað vel þar.

Hægt er að panta tíma með þvi að hringja til okkar.
Ingibjörg Bernhöft, (eldri) 864 2627, email:bernhoft@gmail.com
Ingibjörg Bernhöft ,(yngri) 863-8902, email:ibernhoft@gmail.com