Námskeiðin okkar og uppbygging þeirra
Grunnnámskeið til að verða dáleiðari.
Við erum að kenna dáleiðslu og hvernig dáleiðsla getur hjálpað til að finna lausnir á hinum ýmsu vandamálum og verkefnum sem við stöndum frammi fyrir dags daglega.
Við verðum með námskeið núna í Ágúst 2024 þar sem við ætlum að kenna undirstöðuna og helstu meðferðirnar í dáleiðslu fyrir þá sem vilja gera dáleiðslu jafnvel að atvinnu í framhaldi af námskeiði. Við notumst við okkar eigin bók sem er fáanleg bæði á íslensku og ensku og kennum við okkar nemendum þáttameðferð (e. parts therapy), Regression therapy, stjórnstöðina til að nefna nokkrar aðferðir en þær eru samt fleiri en hér er nefnt. Farið er vel í undirstöðuna sem þarf til að dáleiða, bæði í innleiðinguna og dýpkunina þar til dáleiðsluástandi er náð. Farið er í einkenni dáleiðslunnar, hvað bera að varast og hvernig á að bera sig að við þessa tækni og list sem dáleiðslan er. Einnig er farið í hvernig á að velja hvaða meðferðarform sé best út frá því sem skjólstæðingu / viðskiptavinur segir ykkur í forviðtali sem þið takið fyrir dáleiðsluna. Við förum í allt ferlið frá A til Ö.
Eftir námskeið þá er eftirfylgni í 1ár og aðferðina velur nemandinn þ.e.a.s. hvernig hann vill að eftirfylgnin fari fram. Bekkirnir okkar eru mjög litlir hámark 4 í bekk og 2 kennarar.
Námskeið í ágúst er dagana 9. 10 og 11 agúst og aftur 23, 24 og 25 ágúst 2024 og síðan hittum við alla nemendur í einkatíma milli námskeiðshluta sem eru 2 klukkustundir.
Skráning á námskeiðið er í gegnum tölvupóst á breytthugsun@breytthugsun.is eða bernhoft@gmail.com eða í síma 863-8902 eða 864-2627
Sjálfsdáleiðslunámskeið helgarnámskeið 20 klukkustundir
Sjálfsdáleiðsla er í raun undirstaðan í allri dáleiðslu, þar sem dáleiðari getur ekki látið þig gera eitthvað sem þú vilt ekki gera. Hér er verið að vinna með þína styrkleika og það sem þú vilt ná fram hvort sem það er að laga eða breyta einhverju hjá þér sjálfri/sjálfum. Dáleiðsla er að efla hugann í þá átt sem þú vilt fara, þetta köllum við markmið. Í sjálfsdáleiðslu getur þú náð að finna lausnir á þeim hindrunum sem gætu verið á leið þinni að settu marki. Í sjálfsdáleiðslu getur þú komið þér upp bjargráðum hvernig þú ætlar að sigrast á þessum hindrunum. Dáleiðslan er nefnilega mögnuð aðferð bæði til að læra betur inná sjálfan sig og læra að hlusta bæði á innsæið og það sem undirmeðvitundin er að segja þér. Við förum í margar aðferðir á námskeiðinu sem eru þekktar í sjálfsdáleiðslunni og ættu allir að finna aðferð sem hentar til að virkja eigin huga í átt að eigin markmiðum.
Í grundvallaratriðum þýðir sjálfsdáleiðsla að setja sjálfan sig í mjög einbeitt hugar ástand. Hugleiðsla og sjálfsdáleiðsla eru mjög lík í grunninn. Munurinn er helst til sá að í sjálfsdáleiðslu erum við að vinna að ákveðnu markmiði, en í hugleiðslunni er verið að kyrra hugann, vera í kyrrðinni og núvitundinni án þess að vera stefna í einhverja fyrirfram gefna átt eða með eitthvert markmið.
Sjálfsdáleiðsla hjálpar þér ekki bara að finna ró, þó hún geti vissulega hjálpað þér að slaka á, heldur getur hún hjálpað þér að takast á við og breyta óæskilegum venjum og gagnslausu hugsunarmynstri.
Við förum í gegnum margar sjálfsdáleiðslu aðferðir þannig að allir ættu að finna aðferð sem hentar hverjum og einum þátttakenda.
Að dáleiða sig sjálfan er ákvörðun. Að vita hvernig þú berð þig að felst í kunnáttunni. Æfa sig aftur og aftur með ákveðið markmið í huga er að fá reynsluna. Fyrsta skrefið er að geta verið í þögn og kyrrð. Fá hugann í ró og yfirvegun. Hafa athyglina á önduninni.
Hér frá þátttakendur diploma í lokin sem segir að þeir hafi lokið 20 klukkustundar námi í sjálfsdáleiðslu.
Þetta námskeið verður auglýst síðar þegar dagsetningar liggja fyrir.