Öll dáleiðsa er sjálfsdáleiðsla
Allir sem koma í dáleiðslu læra hvernig þeir geta virkjað eigin huga til að gera það sem viðkomandi vill ná fram eða breyta. Hér fá allir að upplifa að fara í ferðalag í huganum og viðkomandi finnur sér sinn griðarstað í huganum og getur farið þangað þegar hann/ hún vill og hefur tækifæri til.
Hér er lykillinn að láta sér líða sem best á allan mögulegan máta.
Regression
Hér er um aðferð að ræða þar sem skoðað er hvað það er í fortíð okkar sem er að valda okkur vanda eða erfiðleikum í dag. Þetta er mjög áhrifarík aðferð og er mikið notuð í dáleiðslumeðferðum víða um heim.
Þáttameðferð eða parts therapy
Hér er farið og talað við undirmeðvitundina og hún fengin til að laga og breyta því sem við viljum breyta. Þessi aðferð er mjög þægileg og getur stundum komið manni skemmtilega á óvart.
Þessi aðferð er oft notuð til að laga þá hluti sem tilheyra lærðri hegðun eins og ef viðkomandi vill hætta reykja, sofa betur, grennast, fitna og þessháttar.
Subliminal therapy eða Yagerian Method
Hér er aðferð sem gegnur út á að við tölum við kjarnann innra með okkur í undirmeðvitundinni og fáum kjarnann til að miðla málum í þeirri innri togstreitu sem er að eiga sér stað. Þetta er aðferð sem virkar mjög vel og líka fyrir þá sem vilja ekki fara djúpt í slökun/dáleiðslu. Hér er ímyndunaraflið virkjað til að koma á samskiptum við undirmeðvitundina og vona og væntinga dáleiðsluþegans. oft er notast við eitthvað sem kjarninn getur komið skilaboðum áleiðis og er oft að kjarninn skrifar á ímyndað blað eða tölvu.
Sýndar magaband
Hér er um dáleiðslumeðferð að ræða þar sem við förum í huganum yfir atburðarrás eins og viðkomandi sé að fara í magabands- aðgerð, Hér er allt unnið í huga viðkomandi og því ekki um eiginlega skurðaðgerð að ræða heldur sýndarveruleika hugans.
Hafðu samband ef þú vilt frekari upplýsingar
Það er hægt að hringja í okkur, senda okkur tölvupóst, ná okkur á facebook.