Hér er hægt að sjá þá Diploma sem ég hef fengið í dáleiðslunni.
Hér er röðunin á diplomunum frá nýjasta yfir í þann elsta.
Certified Hypnotherapy Instructor
Þessi diploma er viðurkenning á því að ég hef öll tilskilin réttindi til að kenna aðferðir Roy Hunters í þáttameðferðum (Parts Therapy). Ég fór út til Bandaríkjanna til að sækja þetta nám og fá réttindi mín til að kenna þetta, og fæ ég þessi réttindi að loknu prófi hjá Roy Hunter.
Certified Parts Therapy Trainer
Hér er leyfi frá Roy Hunter um að ég megi kenna grunntæknina hans við að dáleiða. Þetta nám tók ég í Bandaríkjunum hjá honum sjálfum og tók próf í lokin til að staðfesta þekkingu og kunnáttu mína.
Hér eru diplomar sem ég hef fengið í dáleiðslunáminu mínu. Nýjast er efsta og elsti er neðst.
Rapid Induction 2016
Adam Eason kom hingað til lands og var að kenna bæði sjálfsdáleiðslu og hraðinnleiðingar.
Virtual Gastricband 2015
Hér er um sýndarmagaband að ræða og var það Sheila Granger sem kenndi þetta námskeið. Ég ásamt Jóni Víðis fengum Sheilu hingað til landsins.
Humanistic Approach 2014
Þetta námskeið var kennt af Eugen Goriac og var mjög áhugavert námskeið og kenndi hvernig við getum lesið betur í það sem einstaklingur sem til okkar leitar er að segja.
Subliminal Therapy 2013
Þetta námskeið var kennt af hinum dásamlega Edwin Yager. Þetta námskeið fór fram hér í Reykjavík og kenndi aðferðir Yagers með því að tala við kjarnann eða Centrum hjá fólki til að ná fram breytingum. Þessi aðferð virkar t.d. vel í að hjálpa fólki t.d með mikið Migreni og hvernig það getur losnað við Migreni á stuttum tíma. Þessi aðferð er frábruðin t.d þáttameðferðinni að því leitinu til að hér eru samskiptin við kjarnann í undirmeðvitundinni í gegnum skrifleg skilaboð sem dáleiðsluþegi er beðinn um að lesa upphátt. Frábær aðferð hér á ferð.
Client Centered Regression Therapy
Hér var farið í Regression sem er ein af þeim aðferðum sem ég kenni á námskeiðinu okkar hjá Breyttri Hugsun dáleiðslunám. Roy Hunter kom með þessa aðferð og kenndi við Dáleiðsluskóla Íslands. Þessi aðferð er að við förum aftur í tímann og skoðum í undirmeðvitundinni hvað og hversvegna eitthvað á sér stað í dag. Þetta er mjög áhrifaríkt meðferðarform og er mikið notað í dáleiðslunni víða um heim. á íslensku er þetta stundum kallað endurlit en ég hef haldið mig við Regression sem heitið á þessari aðferð.
Certified Parts Therapy Facilitator
Hér er Þáttameðferð eins og Roy Hunter kennir hana. Hér er verið að tala við hina ýmsu þætti sem eru að starfa fyrir okkur í undirmeðvitundinni. Þetta er aðferð sem ég nota mjög mikið í minni vinnu og virkar hún vel bæði í meðferðarformi og einnig í sjálfsdáleiðslunni.
Hér er Grunnurinn af þessu öllu saman
Hér er diplomað mitt fyrir grunninn minn í dáleiðslunni, hér byrjaði þetta allt saman. Kennari minn hér var John Sellar og var efnið mjög þjappað hér á þessa 10 daga sem námskeiðið stóð yfir en sýndi manni samt hvað dáleiðslan er mögnuð og frábært verkfæri í að láta sér líða betur á allan hátt í hinum hraða heimi sem við lifum í.